Skólinn

Teikning af Fjólu og samnemendum hennar ásamt tveimur kennurum.

Engjaskóli er grunnskóli í Grafarvogi. Þrír grunnskólar eru í norðanverðum Grafarvogi. Engjaskóli og Borgaskóli eru fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Víkurskóli er safnskóli fyrir nemendur í 8.-10. bekk.

Frístundaheimilið Brosbær er starfrækt í Engjaskóla. 

Félagsmiðstöðin Vígyn býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir nemendur í þessum þremur skólum.

Engjaskóli býður upp á fjölbreytt og skapandi nám og markmiðið er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda, að mennta ábyrga, hæfa, skapandi og sjálfstæða þjóðfélagsþegna. Áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám og teymisvinnu starfsfólks. Skólinn leggur einnig áherslu á heilsueflingu, umhverfismennt, réttindafræðslu og nýsköpun. Við fylgjum uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar.  Engjaskóli fylgir menntastefnu Reykjavíkurborgar „Látum draumana rætast“. 

Skólastarfsemi

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Engjaskóla? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi. 

Skólaráð

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.

Fulltrúar í skólaráð 2025 - 2026

Skólastjóri 

Álfheiður Einarsdóttir skólastjóri alfheidur.einarsdottir@rvkskolar.is 

Fulltrúar í skólaráði 2025-2026

Fulltrúar foreldra:

Birta Baldursdóttir birta.baldursdottir@reykjavik.is 

Þórey Rán Brynjarsdóttir thoreyran@gmail.com                                         

Varafulltrúar foreldra

Aníka Lind Björnsdóttir banika@banika.is

Fulltrúar starfsmanna

Hjördís Guðmundsdóttir        Hjordis.Gudmundsdottir@reykjavik.is          

Berta Hrönn Einarsdóttir       Berta.Hronn.Einarsdottir@reykjavik.is

Jóhannes Karl Bárðarson       Johannes.Karl.Bardarson@reykjavik.is         

Varafulltrúar starfsmanna

María Védís Ólafsdóttir        maria.vedis.oladottir@reykjavik.is 

Fulltrúi grenndarsamfélags

Ævar Aðalsteinsson               eavar.adalsteinsson@reykjavik.is 

Fulltrúar nemenda

5. bekkur Arey Lind Þorsteinsdóttir fulltrúi og Benjamín Gunnar Njálsson varafulltrúi

6. bekkur Berglind Svana Helgadóttir fulltrúi og Klara Dís Benediktsdóttir varafulltrúi

7. bekkur Eiríka Malaika Stefánsdóttir fulltrúi og Ísak Máni Jóhannsson varafulltrúi 

Fundargerðir

 

 

Leiðsagnarnám

Öryggisáætlun

Matur í grunnskólum

Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2025-2026 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.

 

Foreldrar/forsjáraðilar þurfa nú að skrá mataráskrift í kerfi Matartímans og velja þá vikudaga sem börn þeirra vilja borða. Vikudagar sem nemendur velja skulu alltaf vera þeir sömu t.d. allir þriðjudagar og/eða allir fimmtudagar o.s.frv. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má finna á heimasíðu Matartímans/Abler.

Teikning af Fjólu að borða mat í skólanum

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn.

 

Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi.

 

Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar. 

Teikning af Fjólu á leið í skólann ásamt fleiri nemendum og foreldrum

Mat á skólastarfi

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.

Skólahverfi Engjaskóla

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. 

 

Engjaskóli er hverfisskóli fyrir íbúa í eftirtöldum götum: Bakkastöðum, Barðastöðum, Brúnastöðum, Fróðengi, Garðsstöðum, Gullengi, Laufengi, Reyrengi, Starengi og Vallengi.

Vefsíður Engjaskóla

 

Vefsíður með upplýsingum um fjölbreytt starf skólans sem Grænfánaskóli, Heilsueflandi skóli, Réttindaskóli UNICEF, Kynheilbrigði og kynbundið jafnrétti ásamt síðu með upplýsingum um útikennslu og fjölbreytta sundkennslu skólans.

 

 

 

 

Græna planið