Foreldrastarf í Engjaskóla
Markvisst er unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Í hverjum skóla er starfrækt foreldrafélag, foreldraráð eða skólaráð.
Í Engjaskóla er starfrækt foreldrafélag og skólaráð. Allar upplýsingar um starfssemi Foreldrafélagsins og foreldrasamstarf er að finna í Starfsáætlun Engjaskóla sem er að finna undir valmyndinni Skólinn.
Foreldrafélag
Markmiðið með foreldrasamstarfi er að tryggja hagsmuni nemenda með upplýsingamiðlun og samráði foreldra og skóla. Nemandinn öðlast aukið öryggi við að finna gagnkvæmt traust og virðingu milli hinna fullorðnu sem og samræmi í gildum og væntingum heima fyrir og í skólanum. Á vefsíðu Heimili og skóli eru gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra og fulltrúa foreldrafélaga á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða.
Stjórn foreldrafélags Engjaskóla
Formaður:
Birna Rún Sævarsdóttir
Gjaldkeri og varaformaður:
Hafdís Ósk Guðlaugsdóttir
Meðstjórnendur
Helga Dögg Yngvadóttir,
Erna Arnardóttir,
Anna Lára Ármannsdóttir