Nám og kennsla

Teiknuð mynd af börnum að lesa og skrifa við borð í skólastofu.

Grunnskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá grunnskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Meginmarkmið stefnunnar er að öll börn vaxi, dafni og uni sér saman í lýðræðislegu samfélagi sem einkennist af mannréttindum og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs.

Í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag. 

Námsmat

Í Engjaskóla er námsmat leiðbeinandi fyrir nemandann og að hann sér á hverjum tíma hvar hann stendur í námi. Leiðsagnarnám er leiðarljós í öllu námsmati skólans. Um leið er lögð áhersla á það að nemendur geti sýnt þekkingu sína og færni með fjölbreyttum hætti og að þær einkunnir sem nemandinn fær endurspegli ekki eingöngu útkomu á lokaprófum heldur frekar þá vinnu sem nemandinn innir af hendi jafnt og þétt yfir skólaárið. Námsmatið er sýnilegt nemendum og foreldrum í Mentor.

Kennsluhættir

Engjaskóli er teymiskennsluskóli þar sem áhersla er lögð á samvinnu og fjölbreytni. Menntastefna Reykjavíkurborgar er höfð að leiðarljósi en þar er útgangspunkturinn að láta draumana rætast. Í teymisskólum er árgangurinn einn hópur með kennurum sem vinna saman með hópinn hvort sem um er að ræða umsjónarkennara eða sérgreinakennara. Allir láta sig nemendur varða og allir vinna saman. 

 

Mentor

Mentor er upplýsingakerfi fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans. Forsjáraðilar og nemendur fá aðgangsorð að Mentor. Á fjölskyldusíðunni sjá forsjáraðilar stundatöflur barna sinna, heimavinnu, námsmat, skólasókn og fleira.

Kennsluáætlanir

Í kennsluáætlunum er lýst  inntaki námsins og námsmati sem gefa kennurum, nemendum og foreldrum yfirsýn um það sem fengist er við í kennslunni. Hér má finna kennsluáætlanir fyrir alla bekki ásamt upplýsingum um mat á stöðu nemenda.

Viðmið um skólasókn

Mikil áhersla er lögð á stundvísi nemenda í skólanum. Öll börn og ungmenni á aldrinum 6 til 16 ára eru skólaskyld og bera foreldrar/forsjáraðilar ábyrgð á því að börnin innritist í grunnskóla, sæki skólann og stundi þar nám.

Ef misbrestur verður á skólasókn ber foreldrum/forsjáraðilum og skólanum að bregðast við. Til þess að þau viðbrögð verði sem árangursríkust hafa grunnskólarnir í Reykjavík sett sér samræmd viðmið og reglur sem þeir vinna eftir. 

 

Leyfi og leyfisskráningar

Leyfi vegna veikinda – þarf að tilkynna áður en kennsla hefst að morgni.

Leyfi í stökum tíma - þarf að tilkynna áður en kennsla hefst að morgni í síma 4117750.

Umsjónarkennarar mega veita leyfi í allt að tveimur dögum.

Sækja þarf um skriflegt leyfi til ritara sé um 3 – 5 daga að ræða. Sótt er um undir leyfisóskum á Mentor.

Sé leyfis óskað í 6 daga og fleiri er krafist viðtals við skólastjórnendur.

renna