Námsmat í Engjaskóla

Í Engjaskóla er námsmat leiðbeinandi fyrir nemandann og að hann sér á hverjum tíma hvar hann stendur í námi. Leiðsagnarnám er leiðarljós í öllu námsmati skólans. Lögð er áhersla á að nemendur geti sýnt þekkingu sína og færni með fjölbreyttum hætti og að þær einkunnir sem nemandinn fær endurspegli ekki eingöngu útkomu á lokaprófum heldur frekar þá vinnu sem nemandinn innir af hendi jafnt og þétt yfir skólaárið. Námsmatið er sýnilegt nemendum og foreldrum í Mentor. 

Hlutverk kennara

Hlutverk kennarans er að upplýsa nemandann um það hvort hann hafi náð markmiði og ef ekki, þá leiðbeinir kennari nemanda um það hvað hann þarf að gera til þess að ná markmiðum sínum. 

Við lok skólaárs fara kennarar yfir hæfnikort nemandans og draga niðurstöður á árangri vetrarins í eina

kennari með hinsegin fána

Hæfnieinkunn

Við lok skólaárs fara kennarar yfir hæfnikort nemandans og draga niðurstöður á árangri vetrarins í eina hæfnieinkunn sem raðast á hæfnikvarða út frá aldri.

Á yngsta stigi er hæfnikvarðinn fimm þrepa kvarði:

  • Framúrskarandi
  • Hæfni náð
  • Á góðri leið
  • Þarfnast þjálfunar
  • Hæfni ekki náð

Á miðstigi er hæfnikvarðinn eftirfarandi;

  • A   Nemandi hefur sýnt framúrskarandi hæfni í greininni
  • B+ Nemandi hefur náð öllum hæfniviðmiðum og sýnt framúrskarandi hæfni í nokkrum verkefnum 
  • B   Nemandi hefur náð langflestum hæfniviðmiðum 
  • C+ Nemandi þarfnast þjálfunar á nokkrum mikilvægum hæfniviðmiðum í greininni 
  • C  Nemandi þarfnast þjálfunar á flestum hæfniviðmiðum í greininni
  • D  Nemandi hefur ekki náð nauðsynlegum hæfniviðmiðum í greininni.

Nemendur sem ekki ná nauðsynlegum hæfniviðmiðum fá ávallt skráða umsögn um námið frá kennara með sinni einkunn.