Hagnýtar upplýsingar

Skólasetning 2025

Skólasetning föstudaginn 22. ágúst

Nemendur í 2. - 4. bekk mæta kl. 9:00

Nemendur í 5. - 7. bekk mæta kl. 10:00

Umsjónarkennarar boða foreldra/forráðamenn nemenda sem eru að byrja í 1. bekk í viðtal.

Foreldrar / forráðamenn eru að sjálfsögðu velkomnir á skólasetninguna

 

Opnunartími skólans

Skólinn opnar kl. 8:00 alla virka daga. Gæsla er á göngum fyrir yngstu börnin þar til kennsla hefst kl. 8:30

Skrifstofa

Skrifstofa skólans er opin á mánudögum til fimmtudaga frá 7:45 til kl. 14:30 og föstudaga kl. 7:45 - 13:00.
Sími skólans er 4117750 
Netfang skólans er: engjaskoli@rvkskolar.is

Íþróttir

Allir nemendur fá tvo íþróttatíma og einn sundtíma á viku, allt skólaárið. 
Íþróttakennarar senda upplýsingar til foreldra að hausti.

Sund

Sundkennslan í Engjaskóla fer fram í Grafarvogslaug. Nemendur mæta í sund einu sinni í viku, 40 mínútur í senn, allt skólaárið. Mikilvægt er að nemendur mæti með sundfatnað (ekki bikiní) og sundgleraugu. Vinsamlegast sendið börnin í fatnaði sem þau ráða vel við, að klæða sig í og úr. Gott er að hafa teygju í síðu hári. Við mælum með að foreldrar merki allan fatnað / handklæði / sundpoka  með nafni og símanúmeri.

Nesti

Nemendur hafi með sér hollt nesti í skólann. Mælst er til að nemendur komi með ávexti og grænmeti í morgunnesti. Sælgæti má ekki hafa í skólanum né í ferðum á vegum skólans nema það sé sérstaklega tekið fram og í samráði við umsjónarkennara.

Vegna ofnæmis er Engjaskóli er kókos- og hnetulaus skóli og af þeim sökum er stranglega bannað að koma með nesti í skólann sem inniheldur kókos og hnetur.

Skólareglur

Símanotkun

Nemendum er óheimilt að nota snjalltæki á skólatíma nema í undantekningatilvikum í samvinnu við kennara.