Gunnar Helgason og Bjarni Fritzson

Bjarni Fritzson3

Hvað eiga þeir Gunnar Helgason og Bjarni Fritzson sameiginlegt?

Þeir komu báðir í Engjaskóla í nóvember, lásu upp úr bókum sínum og skemmtu nemendum konunglega.
Bjarni Fritzson las upp úr bók um Orra óstöðvandi og fór í hraðaspurningakeppni með nemendum og lofaði þeim pítsuveislu ef þau ynnu. Hann fer í sömu keppni í öllum skólum sem hann fer í.
Þar að auki gaf hann skólanum tvö sett af nýlegum bókum, alls 50 eintök, og erum við mjög þakklát fyrir svo rausnarlega gjöf.
 

Gunnar Helgason


Gunnar Helgason kom stuttu síðar og las upp úr nýrri bók sinni, Birtingur og símabannið mikla. Bókin fjallar um þegar Birtingur fer í símabann og ævintýrin sem fylgdu í kjölfar þess. 
Frábærar heimsóknir og þökkum við þeim kærlega fyrir komurnar.

 

Bjarni Fritzson2