5. bekkur heimsótti Engjaborg með jólakveðjur!

5. á Engjaborg

Frábær stund, fimmtudaginn 4. desember, þegar nemendur í 5. bekk Engjaskóla heimsóttu leikskólann Engjaborg.

Nemendur í 5. bekk Engjaskóla lögðu leið sína í leikskólann Engjaborg fimmtudaginn 4. desember, vopnaðir fjölda jólakorta. Heimsóknin er hluti af gömlum sið og samstarfi skólanna tveggja, en allir bekkir Engjaskóla senda kveðju í formi jólakorts til nemenda Engjaborgar.

Það kemur ávallt í hlut 5. bekkjar að lesa þessar kveðjur, bæði á leikskólanum en einnig mun bekkurinn fara í alla bekki Engjaskóla og gera það sama.

Að loknum upplestri kveðjanna sungu nemendur í 5. bekk og börnin í Engjaborg tvö jólalög saman, sem gladdi alla viðstadda. Í framhaldinu fengu nemendur Engjaskóla tækifæri til að fara inn á deildirnar og leika sér með yngri börnunum.

 

5. á Engjaborg 2

Gaman að rifja upp gamlar minningar

Þetta var heldur betur frábær stund sem allir áttu saman. Margir í 5. bekk fengu að hitta yngri systkini sín sem eru í Engjaborg, á meðan margir aðrir voru að heimsækja sinn gamla leikskóla í fyrsta sinn í mörg ár.

Heimsóknin styrkir tengsl skólanna og er skemmtileg hefð sem gaman er að halda í heiðri. 
Við þökkum starfsfólki og nemendum Engjaborgar kærlega fyrir góðar móttökur!

 

5 Engjaborg 3