Helgileikurinn 2024
Nemendur í 4. bekk Engjaskóla stóðu sig með mikilli prýði á sýningu Helgileiksins sem haldin var miðvikudaginn 11. desember.
Sýningin, sem fór fram fyrir fullu húsi í skólanum, vakti mikla lukku meðal áhorfenda, sem samanstóðu bæði af fjölskyldumeðlimum og öðrum gestum.
Til að fleiri fengju að njóta Helgileiksins þá héldu nemendur sérstaka sýningu fyrir eldri borgara í hverfinu. Þeir urðu himinlifandi og sögðu sýninguna hafa verið einstaklega skemmtilega og vel útfærða. Sumir lýstu því jafnvel sem huggulegum hluta aðventunnar.
Nemendur lögðu mikla vinnu í uppsetninguna, bæði í leik, söng og búningagerð. Kennarar og aðstandendur voru sammála um að börnin hefðu staðið sig frábærlega og komið hátíðinni í sannkallaðan jólabúning.
Foreldrar og gestir lýstu miklu stolti yfir frammistöðu barnanna og töldu sýninguna mikilvægan þátt í að skapa jólastemninguna.