Vinabekkur Engjaskóla

vinabekkur3

Nemendur í Engjaskóla í Grafarvogi fengu Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra til að vígja vinabekk á skólalóðinni í morgun.
 

Undanfari þessarar heimsókn er sú Engjaskóli er réttindaskóli UNICEF og þar starfar réttindaráð nemenda, sem vinnur ötullega að því að tryggja réttindi barna í skólanum. 
 

vinabekkur2


Eitt af mörgum verkefnum réttindaráðs er að vinna gegn einmanaleika og ákvað réttindaráðið því að óska eftir bekk til að hafa á skólalóðinni þar sem nemendur geta fundið hvorn annan til að leika saman. 
Eftir lýðræðislegar kosningar fékk bekkurinn nafnið Vinabekkur og í vikunni kom síðan borgarstjóri Reykjavíkur, Heiða Björg Hilmisdóttir,  og vígði bekkinn við mikinn fögnuð nemenda. Vinabekkurinn var strax kominn í notkun. 
 

vinabekkur4

Á vef Reykjavíkurborgar birtist mjög skemmtileg grein um vígsluna og heimsókn borgarstjóra. Í greininni má líka sjá myndband sem nemendur gerðu og sendu borginni þar sem þeir óskuðu eftir góðum og stekum bekk. 
Virkilega gott og þarft framtak frá Réttindaráði Engjaskóla og Fríðu Kristjánsdóttur, kennara, sem heldur utan um og knýr verkefnið áfram.