Kennaraheimsókn frá Frakklandi og Finnlandi

Þriðjudaginn 8. apríl fengum við ánægjulega kennaraheimsókn frá Frakklandi og Finnlandi.
Tveir nemendur úr 7. bekk, þeir Ægir og Dagur tóku að sér að leiða gestina um skólann og stóðu sig frábærlega í því hlutverki.
Gestirnir heimsóttu flesta árganga og kynntu sér fjölbreytt skólastarf Engjaskóla.
Rúsínan í pylsuendanum var gæðakennslustund í útikennslu með nemendum í 2. bekk, undir leiðsögn Jóhönnu Höskuldsdóttur og allra kennaranna í list- og verkgreinum.
Þar tóku nemendur og gestir þátt í ratleik um skólasvæðið ásamt því að njóta samveru við hlóðirnar þar sem kveiktur var eldur og sykurpúðar grillaðir.
Veðrið lék við okkur og gestirnir sögðu að nú væri greinilega komið sumar á Íslandi.
Gestirnir voru einstaklega hrifnir af skólastarfinu, gáfu því toppeinkunn og lýstu yfir ánægju með kurteisa og duglega nemendur og sögðu skólann vera líflegan og fallegan.
Þeir voru afar hrifnir af því hvað nemendur eru búnir að skreyta skólann vel með listaverkum sínum, en verk eftir nemendur prýða nú allan skólann