Jólaballið 2025

luciumynd1

Jólastund Engjaskóla verður föstudaginn 19. desember klukkan 10:00-11:30

 

Nemendur munu dansa í kringum jólatréð og eiga hátíðlega stund í skólastofum. 

Jólasveinninn ætlar að kíkja í heimsókn og syngja nokkur lög með nemendum. 

Nemendur og starfsfólk mætir prúðbúið þennan dag.

Nemendur mega taka með sér sparinesti þennan dag, drykkir að eigin vali og eitthvað gott að muðla, t.d. smákökur. 
Munum að þetta er kókoslaus og hnetulaus skóli því er nauðsynlegt að huga vel að þeim jólakökum sem nemendur koma með í sparinesti.

Það er gæsla fyrir nemendur sem eru í Brosbæ frá klukkan 11:30

Skólabíllinn kemur í Staðahverfið kl. 9:45 og fer frá skólanum kl. 11:45

luciumynd2


Starfsfólk Engjaskóla vill óska öllum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla með óskum um gleðiríkar stundir. 
 

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár!