Helgileikurinn 2025
Leiksigur! Stórkostleg frammistaða! Við eigum ekki orð til að lýsa þessum frábæru börnum í 4. bekk, sem fluttu helgileik Engjaskóla í ár.
Helgileikurinn var ógleymanlegur og tókst svo vel, sama hvar á var litið. Allir sem einn skiluðu sínu hlutverkum svo vel og með einstökum glæsibrag.
Söngurinn eins og í bestu kórum. Alls voru þetta 4 sýningar og sú síðasta í Borgum hjá okkar allra bestu eldri borgurum. Þar var sönn gleði með sýninguna og sjálfur forseti Íslands viðstaddur. Dásamlegt alveg.
Innilega til hamingju með glæsilega frammistöðu, nemendur í 4. bekk, kennarar í 4. bekk og allir sem hjálpuðu til við að setja þetta verk á svið.