Engjaskóli hljóp af krafti í glampandi sól

Ólympíuhlaup1

Ólympíuhlaup Engjaskóla fór fram miðvikudaginn 17. september í frábæru veðri. 

Allir nemendur skólans tóku þátt í hlaupinu og gáfu sig alla í verkefnið. Það var mikið líf og fjör og nemendur hlupu af miklum krafti. 
Kennarar og starfsmenn voru meðfram brautinni til að hvetja nemendur áfram og vakti hlaupið einnig óskipta athygli vegfarenda sem áttu leið um hverfið. 
Nemendur í 1. bekk stóðu sig sérstaklega vel en þar hlupu allir af miklum eldmóði. 
Margir nemendur slógu persónuleg met sín í hlaupinu og það mátti greinilega sjá ánægju og stolt leika á andlitum þeirra þegar þeir komu í mark. Margir slógu 5 kílómetra múrinn. 

Ólympíuhlaup2


Ólympíuhlaupið er árlegur viðburður í Engjaskóla en eins og allir vita þá leggjum við mikla áherslu á hreyfingu og hollustu. Skólastjórnendur lýstu yfir mikilli ánægju með frammistöðu nemenda og þakka öllum þeim sem komu að skipulagningu og framkvæmd dagsins. 
Engjaskóli er stoltur af nemendum sínum og þeim árangri sem náðist í hlaupinu. Dagurinn var sýnishorn af þeim jákvæða anda sem ríkir innan veggja skólans.