Dagur íslenskrar tungu

dagur islenskrar tungu 1

47 börn fengu Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Hörpu í tilefni af Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember. 

Embla Mekkin Jónsdóttir í 7. bekk og Karen Sól Róbertsdóttir í 2. bekk voru tilnefndar af Engjaskóla til verðlaunanna og óskum við þeim kærlega til hamingju. Þær eru virkilega vel að þessum verðlaunum komnar.
dagur islenskrar tungu 2

Hér eru þær Embla og Karen Sól með Álfheiði skólastjóra.


Á undanförnum árum hafa á bilinu 35 – 50 nemendur hlotið verðlaunin á hverju ári. Þeim er boðið á hátíðlega athöfn ásamt fjölskyldum sínum, stjórnendum og kennurum skólanna og skóla- og frístundaráði. 
Dagskráin í ár fólst í að veita nemendum viðurkenningu en einnig lék Harpa Þorvaldsdóttir frá Syngjandi skóla á píanó í upphafi hátíðar, Steinn Jóhannsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs sagði nokkur orð og kór Fossvogsskóla, undir stjórn Bjargar Þórsdóttur, söng lögin Sumargestur og Á íslensku má alltaf finna svar.

Verðlaunin eru veitt nemendum sem hafa meðal annars sýnt færni, frumleika og sköpunargleði við að tjá sig á íslensku í ræðu og/eða riti og sýnt leikni í að nota tungumálið sem samskiptatæki.