Jólaskemmtunin 2024

Jólaskemmtunin 2024

Kæru nemendur og foreldrar.

Jólaskemmtunin árlega  var haldin á síðasta skóladegi ársins, þann 20. desember. Nemendur og starfsfólk dönsuðu í kringum jólatréð og sungu saman nokkur jólalög. Jólasveinar komu í heimsókn og skemmtu sér og öðrum. Nemendur og kennarar þeirra áttu líka saman góða stund í stofum sínum.
Afskaplega notaleg stund.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. 
Þetta hefur verið spennandi ár og við viljum þakka ykkur öllum fyrir samstarfið á árinu.
 Við vonum að jólahátíðin verði full af friði, ást og gleði.

Við förum í jólafrí þann 20. desember og byrjum aftur þann 6. janúar 2025 samkvæmt stundaskrá.
Við hlökkum til að sjá ykkur aftur og halda áfram að vinna saman að því að skapa gott námsumhverfi.

Með óskum um gleðilega hátíð, 
starfsfólk Engjaskóla.