Skólaþing Engjaskóla 2024
Miðvikudaginn 20. nóvember var haldið hið árlega skólaþing í Engjaskóla. Nemendur allra árganga unnu saman að verkefnum dagsins.
Þingið byrjaði með vinnu við málstefnu skólans. Nemendur, starfsfólk, foreldrar og fulltrúi úr grenndarsamfélaginu tóku þátt. Nemendur í 7. bekk sáu um fundarstjórn, ritun og tímavörslu í hópum.
Í miðlotunni var unnið með Barnasáttmálann. Barnasáttmálinn á að tryggja að öll börn njóti sömu réttinda, óháð uppruna, kyni eða félagslegri stöðu. Nemendur endurnýjuðu eldri myndir og komu þeim nýju fyrir á stóra Barnasáttmálanum okkar.
Í þriðju lotu tóku nemendur þátt í ýmsum leikjum og þrautum sem dreifðust um allan skólann.
Nemendur stóðu sig afskaplega vel skiluðu vel unnum verkum eftir báðar loturnar og fengu svo að sprikla saman í seinustu lotunni í alls kyns þrautum og leikjum.
Það ber þó sérstaklega að hrósa nemendum 7. bekkjar sem stóðu sig með stakri prýði og stýrðu vinnunni við málstefnu skólans af röggsemi.